Talsetning.is - Stúdíó Sýrland - Vatnagörðum 4 - 104 Reykjavík - Sími 563-2910
Hvenær verða næstu námskeið?
Næstu námskeið hefjast í mars 2023. Kennt er á þriðjudögum. Fullorðinsnámskeið á laugardögum.
Hvað kostar námskeiðið?
Verð fyrir námskeiðið er 49.900 kr. Innifalið í því er allur kostnaður; öll námskeiðsgögn, kennsla, viðurkenningaskjal og teiknimyndin sem verður talsett á námskeiði.
Get ég nýtt Frístundakortið?
Já - hjá flestum sveitafélögunum er hægt er að nýta þau til að niðurgreiða námskeiðið.
Hversu oft í viku er námskeiðið?
1 sinni í viku í 2 tíma í senn. Fullorðinsnámskeiðin eru í 3 tíma í senn
Hvernig skráir maður sig?
Hægt er að skrá sig hér á heimasíðunni eða senda mail á namskeid@syrland.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og símanúmer þátttakanda.
Hvar fer námskeiðið fram?
Námskeiðin eru haldin í aðalhljóðveri Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum 4. Sjá kort.
Hvernig er fyrirkomulagið?
Námskeiðið byrjar á kynningarfundi þar sem allir þátttakendur koma saman, fá gögn, texta og önnur kennslugögn auk þess að skoða kennsluaðstöðuna og hljóðver Stúdíó Sýrlands. Næstu tímar fara í ýmsar æfingar sem tengjast leiklist, framburði og öðru sem máli skiptir við talsetningu. Þvínæst fara nemendurnir í hljóðver og spreyta sig á því að talsetja hlutverk og/eða syngja lag. Að lokum er útskrift þar sem nemendur koma saman með aðstandendum og horfa á afrakstur námskeiðsins ásamt því að fá viðurkenningaskjal og teiknimyndina sem verður talsett af hópnum.
Hvað eru margir á hverju námskeiði?
Yfirleitt er reynt að vera ekki með fleiri en 12 í hverjum hóp en getur þó breyst eftir þátttöku hverju sinni
Hvaða möguleikar eru að fá vinnu við talsetningar eftir námskeiðið?
Það eru dæmi um að þátttakendur á námskeiðunum fái hlutverk í framhaldi af námskeiði þó það sé ekki algengt. Rétt er líka að taka fram í þessu samhengi að engin hefur fulla vinnu við að talsetja - alltaf er um að ræða hlutastörf sem tengjast þeim þáttum og bíómyndum sem sjónvarpsstöðvarnar og kvikmyndahúsin taka til sýninga hverju sinni og Stúdíó Sýrland sér um að talsetja.
Hvernig á ég að borga?
Hægt er að leggja inn á reikninginn okkar 0370-26-501007 kt: 501007-0990.
Hvert er reikningsnúmerið ykkar?
0370-26-501007 kt: 501007-0990
Hvað er fullorðinsnámskeiðið mörg skipti?
Fullorðinsnámskeiðin eru kennd í 3 lotum - þrír tímar í senn og einn tími í útskrift.
Kostar það sama á barna- og fullorðinsnámskeið?
Já
Stúdíó Sýrland áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki næst lágmarksfjöldi þátttakenda
Stúdíó Sýrland áskilur sér rétt til að halda eftir staðfestingargjaldi viðkomandi ef afskráning berst síðar en 3 dögum fyrir námskeið.