
Talsetningarnámskeið barna
Vor - 2025
Hvernig er námskeiðið?
Kennd eru undirstöðuatriði í radd- og talþjálfun. Farið er í skemmtilega leiki sem skerpa einbeitingu og snerpu. Börnin fá leiðbeiningar í upplestri og svo síðast en ekki síst kennslu í talsetningu. Þátttakendur talsetja teiknimynd auk annara skemmtilegra verkefna, einnig tökum við upp raddir allra til að eiga í raddbanka.
Námskeiðið er fjóra miðvikudaga í röð, frá 17:00 - 19:00.
Vor - 2025
30. apríl, 07. maí, 14. maí og 21. maí
Kennt er í Stúdíó Sýrlandi - Vatnagörðum 4 104, Reykjavík
Kennarar námskeiðsins eru Andrea Ösp Karlsdóttir & Stefán Benedikt Vilhelmsson.
reynslumiklir raddleikarar sem hafa tekið þátt í fjölda íslenskra talsetninga.
Andrea hefur lánað rödd sína í fjölbreytt verkefni á borð við Hér er Foli, Töfratú, Spæjara í dulargervi, 100% Úlfur og Hetjudáðir Múmínpabba – Ævintýri ungs múmínálfs. Hún er þekkt fyrir hlýja og leikræna rödd og færni í að túlka bæði líflegar hetjur og litríkar hliðarpersónur.
Stefán er meðal annars rödd Kafteins Kola (Captain Turbot) og Françoise í Hvolpasveitinni, auk þess sem hann hefur talsett í Blæju, Sögum úr Andabæ, Kung Fu Panda 4, Hæ Sám og Raya og síðasta drekanum. Hann er fjölhæfur og leikinn raddleikari með sterka tilfinningu fyrir bæði húmor og dýpt í flutningi.
Greiðsla og verð
Verð á námskeiðinu er 54.990kr
Namskeid@syrland.is
Lagt er inná reikning:
Senda kvittun á
0370-26-501007
kt 501007-0990
Dagskrá:
-
Þátttakendur kynnast kennurunum og hver öðrum í gegnum skemmtilega leiki og æfingar í salnum. Við förum yfir grunnatriði í lestri fyrir raddbanka og fáum leiðsögn í framburði og talsmáta. Einn í einu fara þátttakendur í hljóðverið til að taka upp sýnishorn fyrir raddbanka. Leiklistaræfingar og spuni styðja við framsögn og leikræna tjáningu, sem nýtist vel í talsetningu.
-
Við hlustum saman á upptökurnar úr raddbankanum og ræðum hvernig röddin og framburðurinn nýtist eftir hljóðvinnslu. Þátttakendur fá tækifæri til að heyra eigin rödd í nýju ljósi. Í lok dagsins eru hlutverk í talsetningu úthlutuð með tilliti til styrkleika og karaktertúlkunar.
-
Hópnum er skipt í tvennt og talsetning hefst í tveimur hljóðverum samtímis. Þátttakendur vinna með sín hlutverk, fá leiðsögn frá kennurum og öðlast dýrmæta reynslu í raddtúlkun og tímasetningu við mynd.
-
Unnið er áfram í báðum hópum við að ljúka talsetningu allra atriða. Áhersla er lögð á samhæfingu, leikræna tjáningu og að klára verkefnið með fagmennsku og sköpunargleði.
-
Dagsetning útskriftarinnar verður tilkynnt síðar, en hún fer fram þegar talsetningarverkefnið er fullunnið – með sömu gæðum og efni sem sent væri í sjónvarpsútsendingu. Við fögnum árangri þátttakenda með sýningu í salnum í Stúdíó Sýrlandi, þar sem allir fá að heyra lokaniðurstöðuna og njóta afraksturs skapandi vinnu.
Ekki viss?
Vantar fleiri upplýsingar?- Ekki hika við að spyrja, erum alltaf til í spjall.