Talsetningarnámskeið fullorðna

-Skráning í hóp 1-
-Skráning í hóp 2-

Hvernig er námskeiðið?

Kennd eru undirstöðuatriði í radd- og talþjálfun. Farið er í þjálfun sem skerpir einbeitingu og snerpu. Þátttakendur fá leiðbeiningar í upplestri og svo síðast en ekki síst kennslu í talsetningu. Þátttakendur talsetja teiknimynd auk annarra skemmtilegra verkefna, auk þess að teknar eru upp raddir allra sem verða geymd í raddbanka Stúdíó Sýrlands.


Vornámskeið 2026 fyrir fullorðna verður haldið laugardagana
28. febrúar, 07. mars og 14 mars.

Hópur 1: kl. 10:00 - 13:00
Hópur 2: kl. 13:30 - 16:30

Kennt er í Stúdíó Sýrlandi - Vatnagörðum 4 104, Reykjavík

Kennarar á talsetningarnámskeiðinu eru þær Lára Sveinsdóttir og Heiða Ólafsdóttir
Þær hafa báðar komið að fjölmörgum vinsælum talsetningum og söngleikjum.

Lára hefur áratuga reynslu af talsetningu. Hún hefur m.a. talsett fyrir Dóru landkönnuð, Finnboga og Felix, Encanto, Spider-Man: Across the Spider-Verse, Inside Out 2, Konung ljónanna, Elemental og Coco, svo fátt sé nefnt.
Hún er þekkt fyrir breitt raddsvið og leikræna nákvæmni.

Aðalheiður (Heiða) Ólafsdóttir er starfandi söng- og leikkona. Hún er með 5. Stig í klassískum söng frá Söngskólanum í Reykjavík ásamt eins árs masterclass frá Complete Vocal Institute í Danmörku.
Hún er útskrifuð sem leikkona af söngleikjabraut frá Circle in the square theater school árið 2009.
Heiða hefur tekið þátt í fjölmörgum söngleikjum, þar á meðal Sagan af Nínu og Geira á Broadway, Footloose í Borgarleikhúsinu, Buddy Holly í Austurbæ, Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu ásamt því að leika aðalhlutverk í Bjart með Köflum í Þjóðleikhúsinu.

Saman mynda þær öflugt kennarateymi sem leiðir þátttakendur inn í heim raddbeitingar, túlkunar og töfra talsetningar.

(Mynd og texti af Aðalheiði fengið af síðu Borgarleikhússins).

Greiðsla og verð

Verð á námskeiðinu er 54.990kr

Namskeid@syrland.is

Lagt er inná reikning:

Senda kvittun á

0370-26-501007

kt 501007-0990

Dagskrá:

  • Við byrjum á því að kynnast hver öðrum í gegnum leiki og leiklistaræfingar sem losa um spennu og hvetja til tjáningar. Farið er yfir helstu atriði í lestri fyrir raddbanka – með leiðsögn í framburði og talsmáta. Þátttakendur taka upp sýnishorn í hljóðveri, sem verður notað til að úthluta hlutverkum.
    Við hlustum saman á upptökurnar og ræðum hvernig röddin hljómar eftir hljóðvinnslu. Fyrir næsta tíma hefur þátttakendum verið úthlutað sínu hlutverki fyrir verkefnið

  • Hópnum er skipt í tvennt og vinna í tveimur hljóðverum samtímis við að talsetja sitt efni. Unnið er með leikræna túlkun, tímasetningu og flæði í samræmi við mynd. Kennarar veita leiðsögn og aðstoð við túlkun, raddbeitingu og tæknilega framkvæmd.

  • Haldið er áfram með talsetningu þar til verkefnið er fullklárað. Fínpússun, endurupptökur ef þarf, og lokavinnsla. Lögð er áhersla á samhæfingu, tilfinningu og nákvæmni í flutningi.

  • Dagsetning útskriftar verður tilkynnt síðar, en hún fer fram þegar verkefnið er tilbúið til sýningar – með sama gæðastandardi og efni sem sent væri til sjónvarpsstöðva. Þátttakendur og aðstandendur fá að heyra lokaniðurstöðuna í salnum í Stúdíó Sýrlandi og fagna lokaverkefninu saman.

Ekki viss?

Vantar fleirri upplýsingar?- Ekki hika við að spyrja, erum alltaf til í spjall.