Meðferð persónuupplýsinga
Við leggjum mikla áherslu á öryggi og trúnað í meðferð persónuupplýsinga, sérstaklega þegar um er að ræða börn og ungmenni undir 18 ára aldri.
Hvaða upplýsingar eru skráðar?
Við skráningu á námskeiði hjá Stúdíó Sýrlandi eru eftirfarandi persónuupplýsingar skráðar:
Fullt nafn og kennitala þátttakanda (þ.m.t. barna og ungmenna)
Netfang og símanúmer þátttakanda, ef við á
Fullt nafn, netfang og símanúmer forráðamanns eða aðstandanda
Hvernig eru upplýsingarnar notaðar?
Upplýsingarnar eru eingöngu notaðar í tengslum við skipulag og framkvæmd námskeiðsins – t.d. til samskipta, þátttökuyfirlita, innheimtu ef við á, og annarra tilfallandi verkefna í þágu námskeiðsins. Þær verða ekki afhentar þriðja aðila nema lagaskylda liggi fyrir.
Hvar og hvernig eru upplýsingarnar geymdar?
Skráningin fer fram í gegnum Tally.so, sem er örugg veflausn hýst í Evrópu og uppfyllir skilyrði GDPR.
Vefurinn sjálfur er hýstur hjá Squarespace, sem tryggir dulkóðun á öllum gagnaflutningi (SSL).
Upplýsingarnar eru vistaðar í lokuðu Google Drive skjali sem aðeins starfsfólk Stúdíó Sýrlands hefur aðgang að. Google uppfyllir einnig GDPR og notar dulkóðun bæði við geymslu og flutning gagna.
Hljóðupptökur og notkun raddupplýsinga
Sem hluti af verkefnum námskeiðsins geta þátttakendur tekið þátt í hljóðupptökum, t.d. við talsetningu teiknimynda eða annað sem snýr að raddvinnu. Þessar upptökur eru hluti af sköpunarferli námskeiðsins og geta verið vistaðar í raddbanka Stúdíó Sýrlands til notkunar í sambærilegum listverkefnum síðar.
Hljóðupptökurnar eru ekki birtar opinberlega nema með sérstöku skriflegu samþykki, en geta verið nýttar í lokuðum verkefnum eða af fagfólki sem Stúdíó Sýrland vinnur með, t.d. leikstjórum, hljóðhönnuðum eða kennurum.
Meðferð upplýsinga um börn og aðstandendur
Samkvæmt persónuverndarlögum er sérstaklega mikilvægt að gæta fyllsta öryggis þegar unnið er með upplýsingar barna. Með skráningu barns/ungmennis á námskeið samþykkir forráðamaður eða aðstandandi að ofangreindar upplýsingar og upptökur séu vistaðar og notaðar í samræmi við þessa stefnu.
Réttindi þín
Þú átt rétt á að:
óska eftir aðgangi að skráðum upplýsingum
fá leiðréttingu á röngum upplýsingum
óska eftir að upplýsingum eða upptökum sé eytt (ef þær hafa ekki þegar verið nýttar í verkefni)
draga samþykki til baka hvenær sem er
Slíkar beiðnir skal senda til namskeid@syrland.is.
GreiðsluskilmálarAthugið að ekki fæst endurgreiðsla fyrir námskeiðið eftir að námskeið er hafið.
Ef að greiðsla hefur ekki borist daginn fyrir fyrsta tíma, þá telst plássið á námskeiðinu ekki frátekið.